Skip to main content

Framkvæmdir hjá Elkem Ísland

Tilkynning til nærliggjandi íbúa og fyrirtækja

Mánudaginn 2. október 2023 hófust framkvæmdir á Elkem svæðinu. Um er að ræða talsvert stóra framkvæmd sem mun standa frá október til miðjan desember næstkomandi en verið er að endurbyggja stærsta ofn verksmiðjunnar.

Í byrjun verksins verður sprengivinna sem stendur yfir í u.þ.b. 10 daga frá kl. 19:00-07:00 og hefst hún í kvöld/annað kvöld (4. eða 5. okt.)

Búast má því að nærliggjandi fyrirtæki og íbúar verði varir við aukin hljóð frá svæðinu á meðan sprengivinna á sér stað.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann hugsanlega að valda.