Skip to main content

Jafnlaunavottun Elkem Ísland

Elkem Ísland hefur hlotið endurútgáfu á lögbundinni jafnlaunavottun Jafnréttisstofu ÍST85:2012.

Vottunin staðfestir að unnið er markvisst gegn kynbundnum launamun og stuðlar þannig að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunastefna Elkem Ísland er hluti jafnlaunastefnu okkar, en í henni er lögð áhersla á jafnrétti kynja og að hver starfsmaður sé metinn að verðleikum, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.

Við leggjum metnað í að tryggja sambærileg kjör fyrir jafn verðmæt störf í samræmi við gildandi lög og aðrar kröfur um launajafnrétti. Jafnlaunakerfið er rýnt reglulega og uppfært með gildi Elkem um stöðugar umbætur að leiðarljósi.

Við erum einstaklega stolt af þessum árangri og styður þetta gildi okkar um að skapa sterka liðsheild, jöfn tækifæri, gagnkvæma virðingu, fjölbreytta þekkingu og metnað í starfi.