Skip to main content

Methagnaður hjá Elkem Ísland árið 2021

Elkem Ísland hagnaðist um 458 milljónir NOK á síðasta ári sem jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna.

Þetta er mesti hagnaður í sögu fyrirtækisins. Markaðsaðstæður voru afar hagstæðar árið 2021 eftir lægð ársins 2020 og náði heimsmarkaðsverð á kísiljárni methæðum á síðari hluta ársins. Há verð og stöðugur rekstur verksmiðjunnar var því undirstaða góðs árangurs á árinu 2021.

Fyrri hluti ársins 2022 byrjar að sama skapi mjög vel þrátt fyrir orkuskerðingu á fyrstu mánuðum en verð hafa haldist há. Hins vegar sjáum við töluverðar hækkanir á hráefnaverðum og ummerki um dvínandi eftirspurn á kísiljárni. Um 80% af framleiðslunni okkar á síðasta ári fór í sérvöru og útlit fyrir að enn þá sterkari sérvörusölu á þessu ári sem ásamt stöðugri framleiðslu er lykilatriði í að tryggja samkeppnishæfni okkar þegar markaðsaðstæður kreppa að.